Um Tangó
Um tangó
Við hjá Tangostúdíó kennum Argentínskan tangó – dans sem hefur alltaf átt sérstakan stað í paradansi. Tangóinn kemur frá Buenos Aires í Argentínu, sem er vagga þessa einstaka dans. Argentínskur tangó sameinar dans, tónlist og ljóð og hefur orðið ævilangt áhugamál og ástríða margra.
Tangó er spuni, þannig að hver dans er einstakur og skrefin ekki endurtekin eins aftur og aftur. Dansinn byggir á sérstökum grunni og verður til við sameiginlega tónlistar túlkun parsins sem dansar saman. Auk þess hefur tangóinn ótal mörg element sem geta skapað aukna dýpt, mýkt og kraft og einmitt það gerir dansinn einstaklega áhugaverðan og spennandi.
Tangó er social dans, fólk hittist á tangóstöðum, sem kallast Milonga, til þess að dansa tangó. Argentínskur tangó hefur farið sigurför um allan heim og í dag er hægt að dansa hann í öllum heimshornum.