Framhald/ADVANCED

hb_kennsla_portrait

Einstök námskeið / Special Workshops

Dagsetningar / Dates: 9., 16., 23. og 30. nóvember
Tími / Time: kl. 14:40–16:10
Staður / Venue : Kramhusid, Bergstaðarstræti 7, 101 Rvk
Stig / Level:  Experienced – Advanced
Verð / Price: One workshop: 4.900,- per person. All 4 workshops: 16.500,- per person

Skráning með partner / Register with a partner

Dagskrá / Program

9. Nóvember kl. 14.40-16.10 – Workshop 1
Aðlagaðu dansinn að ólíkum hljómsveitum / Adjust your dance to different orchestras

Þegar dansinn og tónlistin renna saman í eitt, verður upplifunin töfrandi. Á þessu námskeiði kennum við aðferðir til að aðlaga dansinn að mismunandi dýnamík – hratt, hægt, mjúkt, þungt eða létt. Við vinnum með tempo, laglínu, léttleika og þyngd, og tökum dæmi úr tónlist Carlos di Sarli, Juan D’Arienzo og Aníbal Troilo. Einnig skoðum við hvernig leader og follower túlka tónlistina saman.

When the dance and the music merge into one, the experience becomes magical. In this workshop, we teach methods to adapt your dance to different musical dynamics — fast or slow, soft or strong, light or heavy. We work with tempo, melody, lightness, and weight, using examples from Carlos di Sarli, Juan D’Arienzo, and Aníbal Troilo. We also explore how leader and follower interpret the music together.

16. November kl. 14.40-16.10 – Workshop 2
Volgada, sameinaður öxull  / Volgada, Shared Axis 

Volgada, eða þegar parið deilir sameiginlegum jafnvægispunkti, er ein af mest spennandi og fallegustu hreyfingunum í tango. Leader leiðir follower út úr jafnvægi og saman skapa þau flæðandi hreyfingu byggða á trausti og samhæfingu. Við munum einbeita okkur að tækninni sem þarf til og vinna með dæmi til að hjálpa þér að ná tökum á þessari glæsilegu hreyfingu.

Volgada, or when the couple shares a common balance point, is one of the most exciting and beautiful movements in tango. The leader gently leads the follower out of balance, and together they create a flowing movement based on trust and connection. We will focus on the technique required and work with examples to help you master this elegant movement.

23. November kl. 14.40-16.10 – Workshop 3
Einföld og skemmtileg milonga /
Simple and Fun Milonga

Milonga er ómótstæðilegur og skemmtilegur dans og tónlistin á það til að festa sig inn á huga fólks. Hún getur verið  hröð, með endurteknum stefjum og leikandi takti. Á þessu námskeiði fáið þið verkfæri til að finna flæði og spunagleði í milonga. Við kennum einföld skref, endurtekningar og leik með ryþma, sem eru lykilatriði fyrir góða milonga.

Milonga is an irresistible and joyful dance with catchy rhythms that stay in your mind long after the music stops. It’s lively, often repetitive, and can be quite fast-paced. In this workshop, you’ll learn useful tools to find flow and spontaneity in your milonga. We’ll teach simple but effective steps, rhythmic variations, and repetitions — the keys to a fun and successful milonga.

30. November kl. 14.40-16.10 – Workshop 4
Leikur með lausa fótinn /
Playing with the Free Leg

Fegraðu dansinn þinn með því að leika með lausa fótinn, bæði sem follower og leader. Þú getur búið til fallegar og ryþmískar hreyfingar með lausa fætinum, eftir því hvað tónlistin, samspil parsins og hreyfingin býður upp á hverju sinni. Á þessu námskeiði förum við yfir grundvallaratriði þess að skreyta dansinn án þess að trufla flæðið og kennum nokkra möguleika fyrir bæði hlutverk.

Embellish your dance by playing with the free leg — whether you’re a leader or a follower. You can create beautiful and rhythmic movements depending on the music, the connection, and the flow of the dance. In this workshop, we’ll cover the fundamentals of decorating your dance without interrupting the flow and explore several creative options for both roles.

Kennsla fyrir Advanced level, janúar – apríl 2026

English below

Metnaðarfullir tímar fyrir reynda dansara þar sem farið er á dýptina, unnið með tónlistartúlkun og breytingu á dynamik. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi góðan grunn og þekki öll helstu koreografísku elementin og unnið með tónlistartúlkun. 

Kennt í Danshöllinni Mjódd á þriðjudögum kl. 20.00-21.30
1. tímabil: 13. jan – 24. feb (7 vikur)
2. tímabil: 3. mars – 21. apríl (7 vikur) NB! Engin kennsla 31. mars (Páskafrí)

Á advanced stigi leggjum við áherslu á gæði dansins og förum dýpra í grunninn að því markmiði að öðlast meiri nákvæmni, betri tækni, fallegri stíl og fjölbreytni í dansinum. Tónlistartúlkun við mismunandi tónlist bæði með einfaldari og flóknari skrefum er stór þáttur í kennslu á þessu stigi. Við vinnum með breytingar á dynamík og ýmis kóreografisk element, s.s , sacada, boleo, volgada, colgada svo og fjölbreyttar skrefasamsetningar. Vals og/eða milonga er á dagskránni á hverju tímabili.

Verð:7 vikur: 24.500 á mann

Advanced level lessons, January – April 2026

Ambitious classes for advanced dancers where we go in depth, work on musical interpretation and explore dynamic variation. Participants are expected to have a solid foundation and be familiar with all the main choreographic elements and practiced musical interpretation. 

Taught in Danshöllin Mjódd on Tuesdays at 20.00-21.30
1. period: January 13th – February 24th (7 weeks)
2. period: March 3rd – April 21st (7 weeks) NB! No class on March 31st.(Easter holiday)

At the advanced level, we emphasize the quality of the dance and go deeper into the basics with the goal of gaining greater precision, better technique, more beautiful style, and variety in the dance. Musical interpretation to different music with both simpler and more complex steps is an important part of the teaching at this level. We work with changes in dynamics and various choreographic elements, such as sacada, boleo, volgada, colgada as well as diverse step combinations. Waltz and/or milonga are on the program each season.

Price: 7 weeks: 24,500 per person